Snæfell lenti ekki í miklum vandræðum með Þór á Akureyri í leik liðanna í Lýsingabikarkeppni karla í kvöld. Snæfell vann með 32 stiga mun, 106-74.
Gestirnir frá Stykkishólmi náðu snemma undirtökunum í leiknum og létu forystuna aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 52-35, Snæfelli í vil.
Cedric Isom var stigahæstur heimamanna með nítján stig en Magnús Helgason skoraði fjórtán stig.
Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson með 28 stig og Slobodan Subasic 25.
Í Lýsingabikarkeppni kvenna í kvöld vann Keflavík stórsigur á grönnum sínum í Njarðvík, 113-46.
Í kvöld fara fram tveir leikir í viðbót. Hjá körlunum mætast Haukar og Fjölnir í íþróttahúsinu við Strandgötu en Haukar B og Grindavík hjá konunum á Ásvöllum.