Handbolti

Valur í annað sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirs skrifar
Rut Jónsdóttir reynir hér að komast framhjá varnarmönnum Vals.
Rut Jónsdóttir reynir hér að komast framhjá varnarmönnum Vals. Mynd/Anton

Valur vann í kvöld sex marka sigur á HK, 32-26, í eina leik kvöldsins í N1-deild kvenna.

Valsmenn leiddu í hálfleik, 15-14, en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni, heimavelli Vals.

Eftir sigurinn er Valur komið í annað sæti deildarinnar með sextán stig. Fram er með sautján stig í efsta sæti og Stjarnan með fimmtán en öll þessi lið hafa spilað tíu leiki.

Grótta getur með sigri á Fylki á morgun jafnað Stjörnuna að stigum. Ef það gerist munu aðeins tvö stig skilja að efstu fjögur liðin.

Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 6, Katrín Andrésdóttir 5, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 4, Hafrún Kristjánsdóttir 4, Nora Valovics 4, Eva Barna 4, Rebekka Skúladóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Mörk HK: Natalia Cieplowska 14, Auður Jónsdóttir 5, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1.

Rut Jónsdóttir fékk að líta rauða spjaldið þegar fimm mínútur voru til leiksloka vegna þriggja brottvísanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×