Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen gerði í dag langtímasamning við lið McLaren í Formúlu 1 eftir að hafa slegið í gegn með liði Renault á síðasta tímabili. Kovalainen verður aðalökumaður liðsins ásamt Lewis Hamilton.
Kovalainen er 26 ára gamall og halaði inn 30 stig fyrir Renault-liðið á jómfrúartímabili sínu sem lauk í haust. Finnanum verður gert að fylla skarð fyrrum heimsmeistarans Fernando Alonso.