Keyra prentvélar 24 tíma sólarhringsins allt árið 9. janúar 2008 00:01 Forstjóri Infopress Group. Birgir Jónsson segir níu stórar prentvélar hafa verið teknar í notkun á einu ári, sem sé örugglega einsdæmi í heiminum. „Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög. Undir smásjánni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
„Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög.
Undir smásjánni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira