Hugsanlegt að bankar sameinist 9. janúar 2008 00:01 Breski bankinn Northern Rock er einn þeirra sem hefur orðið illa úti í kjölfar mikillar og á tíðum óábyrgrar útlánastefnu. Bankinn hefur þurft að nýta sér nokkrum sinnum neyðarlán Englandsbanka til að forða sér frá lausafjárþurrð og hlaupa lánin á milli 25 til 30 milljörðum punda, jafnvirði allt að 3.700 milljarða íslenskra króna. Markaðurinn/AFP Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. Lántakar voru flestir einstaklingar sem alla jafna hafa lágar tekjur, lítið greiðsluhæfi og ekki átt aðgang að venjulegum íbúðalánum. Lán til þessa hóps hafa skiljanlega þótt áhættusamari en önnur lán og bera því hærri vexti þar sem reiknað er með meiri vanskilum af þeim en venjulegum lánum. Afborganir af lánum sem þessum voru lágar í fyrstu en fóru hækkandi eftir því sem á leið, gjarnan eftir tvö ár. Þegar heildarvaxtabyrði lenti á lántaka af fullum þunga varð róðurinn eðlilega erfiður fyrir stóran hóp lántaka sem hafði lítið milli handanna. Þegar vísbendingar um aukin vanskil á þessum undirmálslánamarkaði komu fram á vordögum nýliðins árs kom í ljós að útlán fyrirtækjanna náðu út fyrir þann ramma sem þeim var settur. Í einhverjum tilvikum mun eldri borgurum hafa verið veitt lán sem þessi til endurfjármögnunar, jafnvel sjúklingum eða einstaklingum sem áttu erfitt með að skilja smáa letrið. Í öðrum tilvikum voru litlar kvaðir á lántaka að þeir sýndu fram á eignir til trygginga eða tryggar tekjur. Skrúfað hefur verið fyrir lánveitingar sem þessar að miklu leyti og útlánareglur hertar til muna. Íbúðabréfum fjármálafyrirtækjanna var vöndlað saman með flóknum fjármálagerningum, sem komið hefur á daginn að fáir skildu, en báru væntingar um háa vexti þegar nær dró skuldadögum. Þegar vanskil tóku að aukast á undirmálslánamarkaði vestanhafs síðasta vor og fram eftir ári hrundi spilaborgin á skömmum tíma. Þeir bankar og fjármálafyrirtæki sem fest höfðu kaup á lánavöndlum sem samanstóðu að stóru leyti af bandarískum undirmálslánum neyddust til að horfa upp á mikla eignarýrnun. Þrír af stærstu bönkum Bandaríkjanna hafa til að mynda afskrifað tæpa 100 milljarða dala, jafnvirði rúmra sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr bókum sínum af þessum sökum á þriðja ársfjórðungi. Reiknað er með að allt að þriðjungi lægri upphæð fari á afskriftareikninginn fyrir síðasta fjórðung ársins. Þá eru ótaldar afskriftir fleiri banka vestanhafs og kollega þeirra í öðrum löndum. Bankastjórar margra þeirra hafa verið látnir taka poka sína í kjölfarið. Afskriftirnar hafa sett stórt skarð í afkomutölur fjármálafyrirtækjanna og gengi margra þeirra fallið um allt að fimmtíu prósent. Það gerir fyrirtækin að aðlaðandi fjárfestingakostum og telja fjárfestar því að vel megi búast við yfirtökum og jafnvel samruna banka og fjármálafyrirtækja víða um heim í meiri mæli á næstunni af þessum sökum. Undir smásjánni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Fasteignabólan og lausafjárþurrðin á rót að rekja að mestu til mikillar vanskilaaukningar á svokölluðum undirmálslánum (e. sub-prime) í Bandaríkjunum frá því snemma á síðasta ári. Lántakar voru flestir einstaklingar sem alla jafna hafa lágar tekjur, lítið greiðsluhæfi og ekki átt aðgang að venjulegum íbúðalánum. Lán til þessa hóps hafa skiljanlega þótt áhættusamari en önnur lán og bera því hærri vexti þar sem reiknað er með meiri vanskilum af þeim en venjulegum lánum. Afborganir af lánum sem þessum voru lágar í fyrstu en fóru hækkandi eftir því sem á leið, gjarnan eftir tvö ár. Þegar heildarvaxtabyrði lenti á lántaka af fullum þunga varð róðurinn eðlilega erfiður fyrir stóran hóp lántaka sem hafði lítið milli handanna. Þegar vísbendingar um aukin vanskil á þessum undirmálslánamarkaði komu fram á vordögum nýliðins árs kom í ljós að útlán fyrirtækjanna náðu út fyrir þann ramma sem þeim var settur. Í einhverjum tilvikum mun eldri borgurum hafa verið veitt lán sem þessi til endurfjármögnunar, jafnvel sjúklingum eða einstaklingum sem áttu erfitt með að skilja smáa letrið. Í öðrum tilvikum voru litlar kvaðir á lántaka að þeir sýndu fram á eignir til trygginga eða tryggar tekjur. Skrúfað hefur verið fyrir lánveitingar sem þessar að miklu leyti og útlánareglur hertar til muna. Íbúðabréfum fjármálafyrirtækjanna var vöndlað saman með flóknum fjármálagerningum, sem komið hefur á daginn að fáir skildu, en báru væntingar um háa vexti þegar nær dró skuldadögum. Þegar vanskil tóku að aukast á undirmálslánamarkaði vestanhafs síðasta vor og fram eftir ári hrundi spilaborgin á skömmum tíma. Þeir bankar og fjármálafyrirtæki sem fest höfðu kaup á lánavöndlum sem samanstóðu að stóru leyti af bandarískum undirmálslánum neyddust til að horfa upp á mikla eignarýrnun. Þrír af stærstu bönkum Bandaríkjanna hafa til að mynda afskrifað tæpa 100 milljarða dala, jafnvirði rúmra sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr bókum sínum af þessum sökum á þriðja ársfjórðungi. Reiknað er með að allt að þriðjungi lægri upphæð fari á afskriftareikninginn fyrir síðasta fjórðung ársins. Þá eru ótaldar afskriftir fleiri banka vestanhafs og kollega þeirra í öðrum löndum. Bankastjórar margra þeirra hafa verið látnir taka poka sína í kjölfarið. Afskriftirnar hafa sett stórt skarð í afkomutölur fjármálafyrirtækjanna og gengi margra þeirra fallið um allt að fimmtíu prósent. Það gerir fyrirtækin að aðlaðandi fjárfestingakostum og telja fjárfestar því að vel megi búast við yfirtökum og jafnvel samruna banka og fjármálafyrirtækja víða um heim í meiri mæli á næstunni af þessum sökum.
Undir smásjánni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira