Hætta á hrávörubólu 9. janúar 2008 00:01 „eldsneytissáning“ í bígerð Margir bændur í Bandaríkjunum hafa séð hag sínum betur borgið með kornrækt til eldsneytisnotkunar en manneldis enda fá þeir meira fyrir sinn snúð. Markaðurinn/AFP Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú. Undir smásjánni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú.
Undir smásjánni Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira