Um galskap og skynsemi Árni Páll Árnason skrifar 16. janúar 2008 00:01 Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar