Viðskipti innlent

Dollarinn kominn undir 130 krónur

Gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um fimm prósent á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur hún í 218 stigum. Þessu samkvæmt hefur gengið styrkst um þrettán prósent frá því krónunni var fleytt í gær.

Viðskipti með gjaldeyri eru fjarri jafn miklar og fyrir bankahrunið og bera sterk merki gjaldeyrishaftanna, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir viku.

Fjöldi viðskipta er hins vegar sæmilegur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Kaupþings.

Einn Bandaríkjadalur kostar nú 128 krónur, ein evra 164 krónur, eitt breskt pund 188 krónur og ein dönsk 22 íslenskar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×