Þrjár myndir með fimm tilnefningar 12. desember 2008 06:00 The Curious Case of Benjamin Button hlaut fimm tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins. Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd. Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum. Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári. Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira