Útlendingarnir horfa til baklands bankanna 5. mars 2008 00:01 Vangaveltur erlendra sérfræðinga á fjármálamörkuðum um stöðu íslensku bankanna enda gjarnan í spurningum um getu Seðlabanka Íslands til að standa að baki þeim ef í harðbakkann slær. Skuldbindingar bankanna eru að stærstum hluta í annarri mynt en krónum. Markaðurinn/GVA Um leið og skuldatryggingarálag bankanna hefur náð hæstu hæðum hefur einnig aukist álag á útgáfu skuldabréfa íslenska ríkisins. Viðskipti með þau fara fram á sömu mörkuðum og skuldabréf bankanna. Undirliggjandi hagstærðir nægja ekki til að skýra hátt álag á bréf banka og ríkis, en í álaginu á að felast mat á líkum þess að útgefandi skuldabréfanna rati í þrot. Íslenska ríkið er nánast skuldlaust og vandséð að það geti farið á hausinn og íslensku bankarnir búa við ríkulega lausafjárstöðu og eru, að minnsta kosti enn sem komið er, búnir að fjármagna rekstur sinn langt fram í tímann. Mikið álag á skuldabréf ríkisins og bankanna er sérfræðingum fjármálalífsins nokkur ráðgáta og skiptar skoðanir um hvar grunnástæðuna sé að finna. Telja sumir hverjir vandfundna eina skýringu á háu álagi heldur ráði þar samspil fleiri þátta, svo sem hraður vöxtur bankanna, viðkvæmni þeirra gagnvart íslensku efnahagslífi og ójafnvægi þess sem leitt gæti til lakari gæða eigna í framtíðinni, auk þess sem horft er til stærðar bankanna miðað við ríkissjóð og Seðlabanka Íslands.Óásjálegir hagvísarÁsgeir JónssonStærð bankanna í hlutfalli við ríki og Seðlabanka er hins vegar sá þáttur sem margir horfa til sem skýringar á „íslenska álaginu“. Bankarnir saman eru á við tífalda þjóðhagsframleiðslu að stærð og því ef til vill ekki að furða að erlendir sérfræðingar hnjóti um hlutföll sem slík. Velta þeir þá fyrir sér getu Seðlabankans til að standa að baki bönkunum sem „lánveitandi til þrautavara“.Þegar rætt er um áhættu í rekstri banka er hún tvenns konar. Annars vegar er það gjaldþrotaáhætta (e. solvency risk) og hins vegar lausafjáráhætta (liquidity risk). Bankar eiga að gæta þess sjálfir að eiga nægt lausafé og haga sínum rekstri þannig, en þrjóti allt í þeim efnum eiga seðlabankar að koma að og veita lausafjáraðstoð með lánveitingum til þrautavara.Val Koromzay, hagfræðingur OECD sem í liðinni viku kynnti hér skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf, segir stöðu Seðlabanka Íslands sem lánveitanda bankanna til þrautavara vera alvörumál. „Ég velti fyrir mér hvort bankinn standi undir því hlutverki nú þegar,“ segir hann og boðar frekari umfjöllun í næstu skýrslu OECD.Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir ljóst að hækkun skuldatryggingarálags bæði ríkis og banka megi að hluta rekja til vangaveltna á erlendum fjármálamörkuðum um bakland íslensku bankanna. „Samt verður að hafa í huga varðandi ríkið að bæði matsfyrirtækin Standard & Poor‘s og Fitch hafa lækkað lánshæfi þess og eðlilegt að álagið hækki af þeim sökum. Síðan skiptir líka máli að hagvísar hér líta margir ekki vel út í augum útlendinga, svo sem mikill viðskiptahalli, mjög hátt stýrivaxtastig, auk þenslunnar og verðbólgunnar sem hér hefur verið,“ segir hann, en kveður hækkun skuldatryggingarálags á bréf ríkisins mun meiri en hægt sé að skýra með þessum rökum.Baklandið þarf að bætaIngimundur Friðriksson„Á síðustu mánuðum hafa Seðlabankar ytra lagt mikið kapp á það að veita lausafé inn í bankakerfið. Til að mynda hefur bandaríski seðlabankinn víkkað út allar kröfur í endurhverfum lánaviðskiptum til þess að koma fjármálastofnunum til aðstoðar. Hið sama hefur Seðlabanki Íslands að vísu líka gert í janúar að einhverju marki en eðli málsins samkvæmt getur hann aðeins lánað út í krónum. Bróðurparturinn af lausafjárskuldbindingum íslensku bankanna þriggja eru hins vegar í erlendri mynt og af þeim sökum ætti íslenski seðlabankinn erfitt með að lina lausafjárvandræði þeirra ef á reyndi. Þetta þýðir einfaldlega að íslenska bankakerfið hefur ekki sama bakstuðning og bankar á stærri myntsvæðum erlendis hvað varðar lánveitingar til þrautavara og það skiptir verulega miklu máli þegar lausafjáráhætta íslenska fjármálakerfisins er metin af erlendum aðilum. Þetta er hins vegar eitthvað sem íslensku bankarnir hafa lengi vitað af og þeir hafa því ávallt haft mun meira lausafé á bókum sínum en þekkist víða erlendis,“ segir Ásgeir og áréttar að með engum hætti geti lánveitingar til þrautavara kallast einhvers konar „pilsfaldakapítalismi“ líkt og heyrst hafi í umræðunni. „Lánveitingar til þrautavara eru lausafjártrygging sem seðlabankar allra landa veita og eru grundvallarástæða þess að ríki reka seðlabanka.“Ásgeir segir ljóst að íslenski Seðlabankinn geti ekki nema að litlu leyti þjónað bönkunum hér sem lánveitandi til þrautavara. „Að því leyti til vantar íslenskt bankakerfi þennan bakstuðning og þetta er það sem aðild að Myntbandalagi Evrópu myndi breyta. Þá yrði Seðlabanki Íslands útibú frá Seðlabanka Evrópu og væntanlega með töluvert svigrúm til að beita lánveitingum til þrautavara, og þá í evrum.“ Hins vegar hafi bankarnir sterkt bakland þegar kemur að gjaldþrotaáhættu (e. solvency risk) enda hefur það komið skýrt fram í skýrslum og mati Moody"s. Íslenska ríkið er nánast því skuldlaust og getur hæglega komið með nýtt eiginfjármagn ef um allt þrýtur enda er þá um miklu lægri fjárhæðir að ræða en lausafjárskuldbindingar. Til lengri tíma litið segir Ásgeir að mikilvægt sé að styrkja bakland bankanna hérlendis. Aðrar lausnir en aðild að Myntbandalagi Evrópu, og þá væntanlega Evrópusambandsaðild á undan, segir Ásgeir vera að bankarnir flytji höfuðstöðvar sínar og verði í raun erlendir bankar, eða að samningar náist um bakstuðning með öðrum hætti. „Hvort sem það yrði með gjaldeyrisvarasjóði í yfirstærð eða einhvers konar yfirþjóðlegum samningum.“Samkeppnin er óvæginIngimundur Friðriksson seðlabankastjóri gerði stöðu bankanna að umtalsefni í erindi sem hann flutti í Rótarýklúbbi Austurbæjar fyrir helgi. Með örum vexti síðustu ár og starfsemi víða um lönd segir hann bankana hafa treyst undirstöður sínar og dreift starfsemi. „Þeir eru alþjóðlegir bankar með höfuðstöðvar á Íslandi og miklu síður en fyrr háðir efnahagslegri framvindu á Íslandi,“ sagði hann og benti líka á að ólíkt því sem gerst hefði víða í Evrópu hafðu íslenskir bankar ekki þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna fjárfestinga í ótryggum skuldavafningum undirmálshúsnæðislána í Bandaríkjunum.Um leið fjallaði Ingimundur um tortryggni þá í garð íslenskra banka á erlendum markaði sem erfitt væri að skýra til hlítar og ylli því meðal annars að tryggingarálag á skuldir þeirra væri hærra en sambærilegra banka. Hann benti á að á liðnum árum hefðu bankarnir sótt mikið lánsfé á alþjóðlega skuldabréfamarkaði, auk þess sem þeir hefðu í sókn á nýja markaði eflaust ögrað keppinautum og mætt óvæginni samkeppni fyrir vikið. Þá kynni að skipta máli að bankarnir væru á jaðarsvæði og byggju því almennt við hærra álag en bankar í stærstu löndunum. „Þá skiptir stærð þeirra í samanburði við umfang þjóðarbúskaparins eflaust einnig máli,“ sagði hann, en erindi hans fjallaði líka um greinargerið alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody"s með yfirskriftina „AAA-lánshæfiseinkunn Íslands á krossgötum“, en í því voru sérstaklega metnir burðir stjórnvalda hér til að takast á við alvarlegt fjármálaáfall. „Á það var bent að frekari vöxtur íslenska fjármálakerfisins á alþjóðavettvangi kynni hins vegar að reyna á þessa burði. Bent var á að kanna mætti möguleika á að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, leita eftir samstarfi við seðlabanka í löndum þar sem íslenskir bankar eru umsvifamiklir og hugsanlega að efla eða styrkja lausafjárreglur sem gilda um bankana. Allt er þetta til skoðunar,“ sagði Ingimundur.Neita að lána án þess að segja neiLíklegt verður að teljast að smæð hagkerfisins í samanburði við umfangsmikinn rekstur stærstu fjármálastofnana landsins eigi sinn þátt í að ýta undir áhættufælni á erlendum fjármálamörkuðum þegar kemur að skuldabréfaútgáfu bæði ríkis og íslenskra banka. Hins vegar eru þeir til sem telja að skýringin á „Íslandsálaginu,“ kunni að vera einfaldari.Í lausafjárkreppunni hugsar hver um sig og erlendir bankar, sem annars hefðu keypt skuldabréf, eru óviljugir til að lána frá sér peninga sem þeir kynnu sjálfir að þurfa á að halda. Ofurhátt skuldatryggingarálag kann því að vera leið þessara banka til þess að segja nei án þess að segja það upphátt. Hækkun þessa álags hefur enda verið mikil og almenn í heiminum, þótt vissulega sé hún mismikil á einstaka banka. Íslensku bankarnir hafa enda ekki viljað gefa út skuldabréf á þeim kjörum sem bjóðast, né heldur hafa aðrir bankar vilja gera það. Þannig munu margir írskir og spánskir bankar nær alfarið komnir upp á Seðlabanka Evrópu með fjármögnun um þessar mundir. Íslenska ríkið hefur svo enga þörf fyrir slíka útgáfu og yrði líklega litið á það sem merki um örvæntingu og að hér væri allt að fara í kaldakol gengi það að slíkum afarkjörum á lánamarkaði.Fremur er horft til þess að lausafjárkreppan gangi yfir á næstu mánuðum og lánakjör á erlendum fjármálamörkuðum komist í eðlilegt horf þegar sér fyrir endann á ótíðindum tengdum bandarískum undirmálslánum. Tæpast er þó búist við að það verði fyrir mitt ár og jafnvel búist við að aðstæður verði ótryggar fram á haustið. Verði frekari áföll gæti ástandið dregist á langinn. Stóra spurningin er svo bara hver lausafjárstaða íslensku bankanna verður þegar kemur að viðsnúningi, því þó þeir hafi burði til að bíða verður horft til hennar þegar að því kemur að þeir vilja gefa út skuldabréf. Undir smásjánni Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Um leið og skuldatryggingarálag bankanna hefur náð hæstu hæðum hefur einnig aukist álag á útgáfu skuldabréfa íslenska ríkisins. Viðskipti með þau fara fram á sömu mörkuðum og skuldabréf bankanna. Undirliggjandi hagstærðir nægja ekki til að skýra hátt álag á bréf banka og ríkis, en í álaginu á að felast mat á líkum þess að útgefandi skuldabréfanna rati í þrot. Íslenska ríkið er nánast skuldlaust og vandséð að það geti farið á hausinn og íslensku bankarnir búa við ríkulega lausafjárstöðu og eru, að minnsta kosti enn sem komið er, búnir að fjármagna rekstur sinn langt fram í tímann. Mikið álag á skuldabréf ríkisins og bankanna er sérfræðingum fjármálalífsins nokkur ráðgáta og skiptar skoðanir um hvar grunnástæðuna sé að finna. Telja sumir hverjir vandfundna eina skýringu á háu álagi heldur ráði þar samspil fleiri þátta, svo sem hraður vöxtur bankanna, viðkvæmni þeirra gagnvart íslensku efnahagslífi og ójafnvægi þess sem leitt gæti til lakari gæða eigna í framtíðinni, auk þess sem horft er til stærðar bankanna miðað við ríkissjóð og Seðlabanka Íslands.Óásjálegir hagvísarÁsgeir JónssonStærð bankanna í hlutfalli við ríki og Seðlabanka er hins vegar sá þáttur sem margir horfa til sem skýringar á „íslenska álaginu“. Bankarnir saman eru á við tífalda þjóðhagsframleiðslu að stærð og því ef til vill ekki að furða að erlendir sérfræðingar hnjóti um hlutföll sem slík. Velta þeir þá fyrir sér getu Seðlabankans til að standa að baki bönkunum sem „lánveitandi til þrautavara“.Þegar rætt er um áhættu í rekstri banka er hún tvenns konar. Annars vegar er það gjaldþrotaáhætta (e. solvency risk) og hins vegar lausafjáráhætta (liquidity risk). Bankar eiga að gæta þess sjálfir að eiga nægt lausafé og haga sínum rekstri þannig, en þrjóti allt í þeim efnum eiga seðlabankar að koma að og veita lausafjáraðstoð með lánveitingum til þrautavara.Val Koromzay, hagfræðingur OECD sem í liðinni viku kynnti hér skýrslu stofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf, segir stöðu Seðlabanka Íslands sem lánveitanda bankanna til þrautavara vera alvörumál. „Ég velti fyrir mér hvort bankinn standi undir því hlutverki nú þegar,“ segir hann og boðar frekari umfjöllun í næstu skýrslu OECD.Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir ljóst að hækkun skuldatryggingarálags bæði ríkis og banka megi að hluta rekja til vangaveltna á erlendum fjármálamörkuðum um bakland íslensku bankanna. „Samt verður að hafa í huga varðandi ríkið að bæði matsfyrirtækin Standard & Poor‘s og Fitch hafa lækkað lánshæfi þess og eðlilegt að álagið hækki af þeim sökum. Síðan skiptir líka máli að hagvísar hér líta margir ekki vel út í augum útlendinga, svo sem mikill viðskiptahalli, mjög hátt stýrivaxtastig, auk þenslunnar og verðbólgunnar sem hér hefur verið,“ segir hann, en kveður hækkun skuldatryggingarálags á bréf ríkisins mun meiri en hægt sé að skýra með þessum rökum.Baklandið þarf að bætaIngimundur Friðriksson„Á síðustu mánuðum hafa Seðlabankar ytra lagt mikið kapp á það að veita lausafé inn í bankakerfið. Til að mynda hefur bandaríski seðlabankinn víkkað út allar kröfur í endurhverfum lánaviðskiptum til þess að koma fjármálastofnunum til aðstoðar. Hið sama hefur Seðlabanki Íslands að vísu líka gert í janúar að einhverju marki en eðli málsins samkvæmt getur hann aðeins lánað út í krónum. Bróðurparturinn af lausafjárskuldbindingum íslensku bankanna þriggja eru hins vegar í erlendri mynt og af þeim sökum ætti íslenski seðlabankinn erfitt með að lina lausafjárvandræði þeirra ef á reyndi. Þetta þýðir einfaldlega að íslenska bankakerfið hefur ekki sama bakstuðning og bankar á stærri myntsvæðum erlendis hvað varðar lánveitingar til þrautavara og það skiptir verulega miklu máli þegar lausafjáráhætta íslenska fjármálakerfisins er metin af erlendum aðilum. Þetta er hins vegar eitthvað sem íslensku bankarnir hafa lengi vitað af og þeir hafa því ávallt haft mun meira lausafé á bókum sínum en þekkist víða erlendis,“ segir Ásgeir og áréttar að með engum hætti geti lánveitingar til þrautavara kallast einhvers konar „pilsfaldakapítalismi“ líkt og heyrst hafi í umræðunni. „Lánveitingar til þrautavara eru lausafjártrygging sem seðlabankar allra landa veita og eru grundvallarástæða þess að ríki reka seðlabanka.“Ásgeir segir ljóst að íslenski Seðlabankinn geti ekki nema að litlu leyti þjónað bönkunum hér sem lánveitandi til þrautavara. „Að því leyti til vantar íslenskt bankakerfi þennan bakstuðning og þetta er það sem aðild að Myntbandalagi Evrópu myndi breyta. Þá yrði Seðlabanki Íslands útibú frá Seðlabanka Evrópu og væntanlega með töluvert svigrúm til að beita lánveitingum til þrautavara, og þá í evrum.“ Hins vegar hafi bankarnir sterkt bakland þegar kemur að gjaldþrotaáhættu (e. solvency risk) enda hefur það komið skýrt fram í skýrslum og mati Moody"s. Íslenska ríkið er nánast því skuldlaust og getur hæglega komið með nýtt eiginfjármagn ef um allt þrýtur enda er þá um miklu lægri fjárhæðir að ræða en lausafjárskuldbindingar. Til lengri tíma litið segir Ásgeir að mikilvægt sé að styrkja bakland bankanna hérlendis. Aðrar lausnir en aðild að Myntbandalagi Evrópu, og þá væntanlega Evrópusambandsaðild á undan, segir Ásgeir vera að bankarnir flytji höfuðstöðvar sínar og verði í raun erlendir bankar, eða að samningar náist um bakstuðning með öðrum hætti. „Hvort sem það yrði með gjaldeyrisvarasjóði í yfirstærð eða einhvers konar yfirþjóðlegum samningum.“Samkeppnin er óvæginIngimundur Friðriksson seðlabankastjóri gerði stöðu bankanna að umtalsefni í erindi sem hann flutti í Rótarýklúbbi Austurbæjar fyrir helgi. Með örum vexti síðustu ár og starfsemi víða um lönd segir hann bankana hafa treyst undirstöður sínar og dreift starfsemi. „Þeir eru alþjóðlegir bankar með höfuðstöðvar á Íslandi og miklu síður en fyrr háðir efnahagslegri framvindu á Íslandi,“ sagði hann og benti líka á að ólíkt því sem gerst hefði víða í Evrópu hafðu íslenskir bankar ekki þurft að afskrifa háar fjárhæðir vegna fjárfestinga í ótryggum skuldavafningum undirmálshúsnæðislána í Bandaríkjunum.Um leið fjallaði Ingimundur um tortryggni þá í garð íslenskra banka á erlendum markaði sem erfitt væri að skýra til hlítar og ylli því meðal annars að tryggingarálag á skuldir þeirra væri hærra en sambærilegra banka. Hann benti á að á liðnum árum hefðu bankarnir sótt mikið lánsfé á alþjóðlega skuldabréfamarkaði, auk þess sem þeir hefðu í sókn á nýja markaði eflaust ögrað keppinautum og mætt óvæginni samkeppni fyrir vikið. Þá kynni að skipta máli að bankarnir væru á jaðarsvæði og byggju því almennt við hærra álag en bankar í stærstu löndunum. „Þá skiptir stærð þeirra í samanburði við umfang þjóðarbúskaparins eflaust einnig máli,“ sagði hann, en erindi hans fjallaði líka um greinargerið alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody"s með yfirskriftina „AAA-lánshæfiseinkunn Íslands á krossgötum“, en í því voru sérstaklega metnir burðir stjórnvalda hér til að takast á við alvarlegt fjármálaáfall. „Á það var bent að frekari vöxtur íslenska fjármálakerfisins á alþjóðavettvangi kynni hins vegar að reyna á þessa burði. Bent var á að kanna mætti möguleika á að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans, leita eftir samstarfi við seðlabanka í löndum þar sem íslenskir bankar eru umsvifamiklir og hugsanlega að efla eða styrkja lausafjárreglur sem gilda um bankana. Allt er þetta til skoðunar,“ sagði Ingimundur.Neita að lána án þess að segja neiLíklegt verður að teljast að smæð hagkerfisins í samanburði við umfangsmikinn rekstur stærstu fjármálastofnana landsins eigi sinn þátt í að ýta undir áhættufælni á erlendum fjármálamörkuðum þegar kemur að skuldabréfaútgáfu bæði ríkis og íslenskra banka. Hins vegar eru þeir til sem telja að skýringin á „Íslandsálaginu,“ kunni að vera einfaldari.Í lausafjárkreppunni hugsar hver um sig og erlendir bankar, sem annars hefðu keypt skuldabréf, eru óviljugir til að lána frá sér peninga sem þeir kynnu sjálfir að þurfa á að halda. Ofurhátt skuldatryggingarálag kann því að vera leið þessara banka til þess að segja nei án þess að segja það upphátt. Hækkun þessa álags hefur enda verið mikil og almenn í heiminum, þótt vissulega sé hún mismikil á einstaka banka. Íslensku bankarnir hafa enda ekki viljað gefa út skuldabréf á þeim kjörum sem bjóðast, né heldur hafa aðrir bankar vilja gera það. Þannig munu margir írskir og spánskir bankar nær alfarið komnir upp á Seðlabanka Evrópu með fjármögnun um þessar mundir. Íslenska ríkið hefur svo enga þörf fyrir slíka útgáfu og yrði líklega litið á það sem merki um örvæntingu og að hér væri allt að fara í kaldakol gengi það að slíkum afarkjörum á lánamarkaði.Fremur er horft til þess að lausafjárkreppan gangi yfir á næstu mánuðum og lánakjör á erlendum fjármálamörkuðum komist í eðlilegt horf þegar sér fyrir endann á ótíðindum tengdum bandarískum undirmálslánum. Tæpast er þó búist við að það verði fyrir mitt ár og jafnvel búist við að aðstæður verði ótryggar fram á haustið. Verði frekari áföll gæti ástandið dregist á langinn. Stóra spurningin er svo bara hver lausafjárstaða íslensku bankanna verður þegar kemur að viðsnúningi, því þó þeir hafi burði til að bíða verður horft til hennar þegar að því kemur að þeir vilja gefa út skuldabréf.
Undir smásjánni Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira