Unnið á mörgum vígstöðvum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Björk Hauksdóttir, hefur svigrúm til þess að sinna björgunarstöfum þegar á þarf að halda. „Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“ Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira