Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt Björgvin Guðmundsson skrifar 26. mars 2008 00:01 Nýjustu fjósin kosta sitt. Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda. Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda.
Héðan og þaðan Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira