Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart 27. mars 2008 05:00 Arnór Dan, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco, hefur lært sígildan söng við FÍH undanfarið ár og unir sér vel við námið. Fréttablaðið/Valli „Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tónlistar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígildum söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nemendaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tónlistar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígildum söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nemendaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira