Ímynd og sparisjóður Vala Georgsdóttir skrifar 2. apríl 2008 00:01 Gluggað í tölurnar á bak við ímyndina Mikilvægt er að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfi, að sögn þeirra Ingibjargar Ástu Halldórsdóttur, forstöðukonu á markaðssviði Sparisjóðsins, og Höllu Helgadóttur, hjá auglýsingastofunni Fíton.Markaðurinn/GVA Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið. Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þegar ímynd og markmið haldast í hendur getur útkoman verið árangursrík. Samkvæmt nýlegri mælingu á ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja hafa íslensku sparisjóðirnir sterka ímynd í hugum íslenskra neytenda. „Í flestum tilfellum eru ákvarðanir neytenda ómeðvitaðar,“ nefnir Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Fortuna, sem hefur séð um mælingar á ímyndarvístölu bankanna. Mælingarnar eru unnar út frá ZMET-rannsóknaraðferðinni sem Gerald Zaltmann, prófessor við Harvard Business School, er upphafsmaður að. „Rannsóknaraðferðin gengur út á að greina ómeðvitaðar hugsanir til að geta greint hvaða þættir eru raunverulega ráðandi hjá viðskiptavininum,“ bendir Hallgrímur á. Íslensku sparisjóðirnir samanstanda af þremur fjármálafyrirtækjum sem eru Sparisjóðurinn, Byr og Spron. Þegar rýnt er í niðurstöður mælinganna kemur í ljós að sparisjóðirnir virðast höfða meira til þeirra sem teljast áhættufælnir. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki leggi áherslu á fleiri þætti en hagnaðinn einan fengu sparisjóðirnir bestu umsögnina. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing höfðuðu aftur á móti betur til þeirra áhættusæknu. Þeir þóttu því standa sig betur en sparisjóðirnir þegar spurt er um þætti eins og góða ávöxtun, uppbyggingu og útrás. Þegar spurt er um hvaða fjármálafyrirtæki sýni viðskiptavinum tillitsemi eru það sparisjóðirnir sem eiga vinninginn í þeim flokki. Einnig þegar spurt er út í hvaða fjármálafyrirtæki bjóði „hvern sem er velkominn“ fá sparisjóðirnir flestu stigin í mælingunni. Auk þess eru sparisjóðirnir fyrsti kostur þeirra sem íhuga að skipta um banka. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðukona á markaðssviði Sparisjóðsins nefnir að „Sparisjóðurinn hafi ætíð lagt ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð sína“. Hún vísar til þess að „Sparisjóðurinn haldi uppi víðtæku dreifineti afgreiðslustaða út um allt land,“ og bætir við að „Sparisjóðurinn taki einnig virkan þátt í mannlífinu á landsvísu.“ Auglýsingastofan Fíton hefur unnið náið með markaðssviði Sparisjóðsins á undanförnum árum. Halla Helgadóttir teiknistofustýra hjá Fíton segir að lögð hafi verið áhersla á að nota staðföst skilaboð í markaðsstarfinu. En slagorð Sparisjóðsins „Sparisjóðurinn – Fyrir þig og þína,“ er dæmi um „skilaboð sem beint er til viðskiptavina á persónulegu nótunum,“ segir Ingibjörg Ásta. „Markmið Sparisjóðsins hefur einmitt verið að einbeita sér að einstaklingsþjónustu á heimamarkaði. En á sama tíma hafa Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing verið uppteknir við að vinna nýja markaði í útlöndum,“ benda þær báðar á. Þessar ólíku áherslur stóru bankanna annarsvegar og sparisjóðanna hinsvegar endurspeglast vel í nýlegri mælingu á ímyndarvísitölunni. Sparisjóðurinn er ágætis dæmi um fjármálafyrirtæki sem hefur haft það að markmiði að veita einstaklingum fjármálaþjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Þess skilaboð virðast neytendur hafa skynjað þegar rýnt er í töfluna sem sýnir mælingar á ímyndarvísitölu bankanna þetta misserið.
Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira