Ferrari stjórinn stoltur af Massa 3. nóvember 2008 11:38 Stefano Domenicali og Felipe Massa fagna meistaratitili bílasmiða, en þeir misstu af titli ökumanna með eins stigs mun. mynd: kappakstur.is Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni. Massa vann og taldi sig meistara í nokkur augnablik. Hann sat eftir í bílnum grátklökkur þegar Lewis Hamilton kom í mark í fimmt sæti og tryggði sér titilinn. "Þetta var ótrúlegur endir á tímabilinu og við erum stoltir af árangri okkar. Það eru engin ef þetta eða hitt í okkar huga. Við höfum orðið meistarar bílasmiða í 8 af síðustu 19 árum. Það segir sína sögu", segir Domenicali. "Ég er stoltur af Massa. Hann átti gott tímabil og tvö mót eru efst í huga mér. Mótið í Ungverjalandi sem hann leiddi frá upphafi þar til hringur var eftir og vélin sprakk. Hitt mótið er lokamótið í Brasilíu. Hann var frábær:" "Massa hefur þroskast sem persóna og ökumaður og ég veit hann er í miklu uppáhaldi hjá Luca Montezemolo forseta Ferrari. Honum fannst Massa vera meistarinn eftir mótið í gær. En við berum virðingu fyrir keppinautum okkar. Ég fór og óskaði Lewis Hamilton til hamingju með titilinn. Hann tapaði titilinum til okkar með eins stigs mun í fyrra. Núna er það okkar hlutskipti. Það er örugglega sárt fyrir Massa, eins og Hamilton þekkir af eigin reynslu", sagði Domenicalii. Sjá lokastöðuna í stigamótunum
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira