Tímabært frumkvæði Jón Sigurðsson skrifar 20. september 2008 00:01 Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar