Silja Úlfarsdóttir úr FH vann sigur í öllum sínum hlaupum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún vann í dag í 200 metra hlaupi þegar hún hljóp á 24,75 sekúndnum.
Silja er að ljúka ferli sínum með stæl en hún hefur ákveðið að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir mótið.
Í karlaflokki vann Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni í öllum sínum hlaupum en hann vann öruggan sigur í 200 metra hlaupinu í dag.