Ekki er hægt að draga hollenska ríkið til ábyrgðar vegna fjöldamorða Serba á múslimum í Srebrenica í Bosníu. Dómstóll í Haag í Hollandi kvað upp úrskurð þar um í dag.
Srebrenica var einn af griðastöðum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Þar var léttvopnuð hollensk hersveit við friðargæslu.
Eftirlifandi íbúar í Srebrenica töldu þá hafa brugðist hlutverki sínu og selt fólk í hendur Serba sem myrtu um áttaþúsund manns.
Þetta gerðist á síðasta ári stríðsins árið 1995. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hollenska ríkið hefði ekki borið ábyrgð á því sem gerðist.