Ég fer aldrei til Hollywood 23. júlí 2008 06:00 Dagur Kári Pétursson lauk nýverið tökum á næstu kvikmynd sinni, The Good Heart. Leikstjórinn tekur sér langþráð frí áður en lokavinnsla á henni hefst. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús snemma á næsta ári. Fréttablaðið/Arnþór Dagur Kári Pétursson hefur lokið tökum á nýjustu kvikmynd sinni, The Good Heart, og er kominn heim á klakann á ný. Vinnunni er þó langt því frá lokið því nú tekur við öll eftirvinna myndarinnar. „Ég er eiginlega nýkominn inn úr dyrunum, var að klára að ryksuga og er rétt byrjaður að skoða gluggapóstinn sem beið mín," segir Dagur Kári Pétursson, vonarstjarna íslenskrar kvikmyndagerðar. Dagur hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni The Good Heart en þær fóru fram hér á landi, í New York og í Dóminíska lýðveldinu. Handritið að The Good Heart er eftir Dag sjálfan og var það heil átta ár í vinnslu. „Ég byrjaði að skrifa handritið áður en ég fór í tökur á Nóa albínóa og og hef verið að vinna í því síðan. Þetta hefur því verið frekar hægt ferli og hugmyndin hefur verið að gerjast og marinerast í langan tíma," segir leikstjórinn. Kvikmyndin fjallar um hjartveikan bareiganda sem tekur heimilislausan mann upp á arma sína með það í huga að arfleiða hann að barnum. Þegar Dagur Kári er spurður út í hugmyndina að handritinu vill hann lítið segja. „Sjálf kveikjan að handritinu er í raun það sem mun koma einna mest á óvart í myndinni og því vil ég helst ekki uppljóstra því. En það var sem sagt út frá þeirri hugmynd sem allt annað spannst. Myndin er þó rökrétt framhald af fyrri verkum mínum. Ég vinn alltaf út frá húmor og reyni svo að sulla honum saman við einhvers konar harmleik. En þegar allt kemur til alls er ég bara að reyna að búa til þá bíómynd sem ég myndi sjálfur vilja horfa á í bíó." Erfið leit að leikurumVið tökur í New York Dagur leiðbeinir stjörnunum Paul Dano og Brian Cox á tökustað í New York.Kvikmyndin skartar skoska leikaranum Brian Cox og hinum unga Paul Dano í aðalhlutverkum og vill svo skemmtilega til að þetta er í annað sinn sem þeir leika móti hvor öðrum, en þeir léku saman í kvikmyndinni L.I.E. árið 2001. Ýmsir leikarar voru orðaðir við hlutverk í kvikmyndinni til að byrja með og má þar helst nefna tónlistarmanninn Tom Waits og leikarann Ryan Gosling. Á endanum voru það þó þeir Cox og Dano sem lönduðu hlutverkunum.„Sagan gerist í stórborg og því þurftum við að leita að enskum eða bandarískum leikurum. Í Bandaríkjunum ganga hlutirnir allt öðruvísi fyrir sig en hér heima og þó að leikarar segi já á einhverjum tímapunkti þá er merking þess orðs þar oft mjög loðin. Það tók því langan tíma fyrir okkur að finna endanlega leikara í hlutverkin."Franska leikkonan Isild Le Besco fer með aðalkvenhlutverk myndarinnar en hana hafði Dagur Kári séð leika áður. „Mér fannst hún vera með mjög sterka nærveru og mikla útgeislun og ákvað að laga kvenhlutverkið að henni." Dagur Kári segist vera mjög ánægður með leikara myndarinnar og segir þá vinna vel saman þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. „Þau pössuðu mjög vel í hlutverkin og stóðu sig öll gríðarlega vel." Dagur er ávísun á gæðiThe Good Heart er dýrasta mynd Dags Kára til þessa og jafnframt sú umfangsmesta. Meðal þess sem má sjá í myndinni er raunveruleg hjartaaðgerð sem framkvæmd var af Tómasi Guðbjartssyni hjartaskurðlækni á Landspítalanum. „Það var mjög flókið mál og krafðist mikils undirbúnings en þetta var ótrúleg upplifun og allir sem stóðu að þessu unnu þetta mjög vel og starfsfólk Landspítalans reyndist okkur í alla staði frábærlega," segir Dagur Kári, en þetta er í fyrsta sinn sem raunveruleg aðgerð er sýnd í íslenskri kvikmynd. Tökur á myndinni fóru að mestu leyti fram hér á landi en einnig í New York og í Dóminíska lýðveldinu, en Dagur Kári segist hafa gert það að venju að enda kvikmyndir sínar á suðlægum slóðum. „Í Nóa albínóa enduðum við á Kúbu, í Voksne mennesker enduðum við á Spáni og The Good Heart endar sem sagt í Dóminíska lýðveldinu. Einhverra hluta vegna hafa allar mínar myndir haft einhvers konar tengingu við suðræn lönd en svo hefur þetta snúist upp í hálfgerðan brandara hjá mér að enda alltaf tökurnar á pálmaströnd."Þó að kvikmyndin sjálf sé ekki fullunnin virðist sem Dagur Kári hafi enn og aftur hitt naglann á höfuðið því myndin hefur nú þegar unnið til verðlauna. Dagur hlaut NHK-verðlaunin á hinni virtu Sundance-kvikmyndahátíð fyrir handrit sitt að The Good Heart. Verkefnið hlaut einnig styrk frá Eurimages og Nordisk Film og TV fund og sagði framleiðandinn Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak við það tækifæri að sterkt handrit og nafn Dags Kára sem leikstjóra sé ástæðan fyrir að svo hár styrkur fékkst, en nafn Dags þykir nú orðið ávísun á gæði. Erfitt að skrifa á íslenskuDagur Kári segir að áhuginn á kvikmyndagerð hafi fyrst kviknað í menntaskóla. „Á þeim tíma komst ég að því að kvikmyndagerð sameinaði mörg áhugamál mín líkt og tónlist, ljósmyndun og skriftir, þetta kemur allt saman í þessu fagi." Spurður hvort ekki hafi verið erfitt að skrifa handritið á ensku segir hann að svo sé ekki. „Mér finnst mun auðveldara að skrifa á dönsku eða ensku heldur en á íslensku. Íslenskt ritmál tekur sig mjög hátíðlega og maður ber óttablandna virðingu í garð þess. Það er mikill munur á íslensku ritmáli og íslensku götumáli og erfitt að brúa bilið þar á milli. Þess vegna virðast samtöl oft mjög stirð í íslenskum kvikmyndum."Dagur segist þó gjarnan vilja gera næstu kvikmynd á Íslandi og því sé líklegt að hann skrifi næsta handrit á íslensku. „Það er ekki eitthvað óyfirstíganlegt fyrir mig að skrifa á íslensku þó að mér þyki hitt að mörgu leyti auðveldara." Stíg ekki fæti í HollywoodStefnt er á að kvikmyndin verði tilbúin í byrjun næsta árs þegar búið er að vinna alla hljóð- og klippivinnu. Líkt og með fyrri kvikmyndir Dags Kára mun hann semja tónlistina við myndina sjálfur ásamt Orra Jónssyni, en saman skipa þeir hljómsveitina Slowblow. Dagur Kári stefnir á að koma The Good Heart í kvikmyndahús hér heima jafnt sem erlendis. „Við erum með mjög stórt og þekkt fyrirtæki sem mun sjá um að selja myndina og það lofar allt saman mjög góðu, þótt það sé aldrei á vísann að róa í þeim efnum." Er þá stefnan tekin á bíóborgina Hollywood í nánustu framtíð? „Nei, það er alveg klárt að þangað inn mun ég ekki stíga fæti. Ég ætla bara að einbeita mér að því að klára myndina og svo er líklegt að maður taki sér smá frí og safni nýjum hugmyndum í sarpinn," segir þessi hlédrægi leikstjóri að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dagur Kári Pétursson hefur lokið tökum á nýjustu kvikmynd sinni, The Good Heart, og er kominn heim á klakann á ný. Vinnunni er þó langt því frá lokið því nú tekur við öll eftirvinna myndarinnar. „Ég er eiginlega nýkominn inn úr dyrunum, var að klára að ryksuga og er rétt byrjaður að skoða gluggapóstinn sem beið mín," segir Dagur Kári Pétursson, vonarstjarna íslenskrar kvikmyndagerðar. Dagur hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni The Good Heart en þær fóru fram hér á landi, í New York og í Dóminíska lýðveldinu. Handritið að The Good Heart er eftir Dag sjálfan og var það heil átta ár í vinnslu. „Ég byrjaði að skrifa handritið áður en ég fór í tökur á Nóa albínóa og og hef verið að vinna í því síðan. Þetta hefur því verið frekar hægt ferli og hugmyndin hefur verið að gerjast og marinerast í langan tíma," segir leikstjórinn. Kvikmyndin fjallar um hjartveikan bareiganda sem tekur heimilislausan mann upp á arma sína með það í huga að arfleiða hann að barnum. Þegar Dagur Kári er spurður út í hugmyndina að handritinu vill hann lítið segja. „Sjálf kveikjan að handritinu er í raun það sem mun koma einna mest á óvart í myndinni og því vil ég helst ekki uppljóstra því. En það var sem sagt út frá þeirri hugmynd sem allt annað spannst. Myndin er þó rökrétt framhald af fyrri verkum mínum. Ég vinn alltaf út frá húmor og reyni svo að sulla honum saman við einhvers konar harmleik. En þegar allt kemur til alls er ég bara að reyna að búa til þá bíómynd sem ég myndi sjálfur vilja horfa á í bíó." Erfið leit að leikurumVið tökur í New York Dagur leiðbeinir stjörnunum Paul Dano og Brian Cox á tökustað í New York.Kvikmyndin skartar skoska leikaranum Brian Cox og hinum unga Paul Dano í aðalhlutverkum og vill svo skemmtilega til að þetta er í annað sinn sem þeir leika móti hvor öðrum, en þeir léku saman í kvikmyndinni L.I.E. árið 2001. Ýmsir leikarar voru orðaðir við hlutverk í kvikmyndinni til að byrja með og má þar helst nefna tónlistarmanninn Tom Waits og leikarann Ryan Gosling. Á endanum voru það þó þeir Cox og Dano sem lönduðu hlutverkunum.„Sagan gerist í stórborg og því þurftum við að leita að enskum eða bandarískum leikurum. Í Bandaríkjunum ganga hlutirnir allt öðruvísi fyrir sig en hér heima og þó að leikarar segi já á einhverjum tímapunkti þá er merking þess orðs þar oft mjög loðin. Það tók því langan tíma fyrir okkur að finna endanlega leikara í hlutverkin."Franska leikkonan Isild Le Besco fer með aðalkvenhlutverk myndarinnar en hana hafði Dagur Kári séð leika áður. „Mér fannst hún vera með mjög sterka nærveru og mikla útgeislun og ákvað að laga kvenhlutverkið að henni." Dagur Kári segist vera mjög ánægður með leikara myndarinnar og segir þá vinna vel saman þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. „Þau pössuðu mjög vel í hlutverkin og stóðu sig öll gríðarlega vel." Dagur er ávísun á gæðiThe Good Heart er dýrasta mynd Dags Kára til þessa og jafnframt sú umfangsmesta. Meðal þess sem má sjá í myndinni er raunveruleg hjartaaðgerð sem framkvæmd var af Tómasi Guðbjartssyni hjartaskurðlækni á Landspítalanum. „Það var mjög flókið mál og krafðist mikils undirbúnings en þetta var ótrúleg upplifun og allir sem stóðu að þessu unnu þetta mjög vel og starfsfólk Landspítalans reyndist okkur í alla staði frábærlega," segir Dagur Kári, en þetta er í fyrsta sinn sem raunveruleg aðgerð er sýnd í íslenskri kvikmynd. Tökur á myndinni fóru að mestu leyti fram hér á landi en einnig í New York og í Dóminíska lýðveldinu, en Dagur Kári segist hafa gert það að venju að enda kvikmyndir sínar á suðlægum slóðum. „Í Nóa albínóa enduðum við á Kúbu, í Voksne mennesker enduðum við á Spáni og The Good Heart endar sem sagt í Dóminíska lýðveldinu. Einhverra hluta vegna hafa allar mínar myndir haft einhvers konar tengingu við suðræn lönd en svo hefur þetta snúist upp í hálfgerðan brandara hjá mér að enda alltaf tökurnar á pálmaströnd."Þó að kvikmyndin sjálf sé ekki fullunnin virðist sem Dagur Kári hafi enn og aftur hitt naglann á höfuðið því myndin hefur nú þegar unnið til verðlauna. Dagur hlaut NHK-verðlaunin á hinni virtu Sundance-kvikmyndahátíð fyrir handrit sitt að The Good Heart. Verkefnið hlaut einnig styrk frá Eurimages og Nordisk Film og TV fund og sagði framleiðandinn Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak við það tækifæri að sterkt handrit og nafn Dags Kára sem leikstjóra sé ástæðan fyrir að svo hár styrkur fékkst, en nafn Dags þykir nú orðið ávísun á gæði. Erfitt að skrifa á íslenskuDagur Kári segir að áhuginn á kvikmyndagerð hafi fyrst kviknað í menntaskóla. „Á þeim tíma komst ég að því að kvikmyndagerð sameinaði mörg áhugamál mín líkt og tónlist, ljósmyndun og skriftir, þetta kemur allt saman í þessu fagi." Spurður hvort ekki hafi verið erfitt að skrifa handritið á ensku segir hann að svo sé ekki. „Mér finnst mun auðveldara að skrifa á dönsku eða ensku heldur en á íslensku. Íslenskt ritmál tekur sig mjög hátíðlega og maður ber óttablandna virðingu í garð þess. Það er mikill munur á íslensku ritmáli og íslensku götumáli og erfitt að brúa bilið þar á milli. Þess vegna virðast samtöl oft mjög stirð í íslenskum kvikmyndum."Dagur segist þó gjarnan vilja gera næstu kvikmynd á Íslandi og því sé líklegt að hann skrifi næsta handrit á íslensku. „Það er ekki eitthvað óyfirstíganlegt fyrir mig að skrifa á íslensku þó að mér þyki hitt að mörgu leyti auðveldara." Stíg ekki fæti í HollywoodStefnt er á að kvikmyndin verði tilbúin í byrjun næsta árs þegar búið er að vinna alla hljóð- og klippivinnu. Líkt og með fyrri kvikmyndir Dags Kára mun hann semja tónlistina við myndina sjálfur ásamt Orra Jónssyni, en saman skipa þeir hljómsveitina Slowblow. Dagur Kári stefnir á að koma The Good Heart í kvikmyndahús hér heima jafnt sem erlendis. „Við erum með mjög stórt og þekkt fyrirtæki sem mun sjá um að selja myndina og það lofar allt saman mjög góðu, þótt það sé aldrei á vísann að róa í þeim efnum." Er þá stefnan tekin á bíóborgina Hollywood í nánustu framtíð? „Nei, það er alveg klárt að þangað inn mun ég ekki stíga fæti. Ég ætla bara að einbeita mér að því að klára myndina og svo er líklegt að maður taki sér smá frí og safni nýjum hugmyndum í sarpinn," segir þessi hlédrægi leikstjóri að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira