Atli Hilmarsson hefur verið ráðinn þjálfari Stjörnunnar í stað Ragnars Hermannssonar sem sagði starfi sínu lausu í gær.
Atli hefur störf undir eins og stýrir Stjörnunni gegn Gróttu í leik í N1-deild kvenna á morgun.
Hann hefur áður þjálfað karlalið FH og KA auk Friesenheim í Þýskalandi.
Stjarnan er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar.