Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir féllu í dag úr leik í keppni í tvíliðaleik kvenna á Evrópumótinu í badminton sem fer fram í Danmörku.
Þær mættu þeim Rachel Van Cutsen og Paulien Van Dooremalen frá Hollandi og töpuðu í tveimur lotum, 21-7 og 21-13.
Þá kepptu þeir Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson gegn Christopher Addock og Dean George frá Englandi í tvíliðaleik karla og töpuðu einnig í tveimur lotum, 21-10 og 21-17.
Síðar í dag keppa þeir Atli Jóhannesson og Bjarki Stefánsson í tvíliðaleik karla gegn finnsku pari.