Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.
Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið en styrkingin nemur rúmum þremur prósentum.
Þegar mest lét stóð gengisvísitala krónunnar í 148,7 stigum. Bandaríkjadalur fór í 74,4 krónur, breskt pund í 145 krónur og ein evra í 115,4 krónur.