Karl tekur upp eftirstríðsmynd í Tékklandi 10. nóvember 2008 06:15 Karl segir sögu Tékklands vera magnaða og hrikalega í senn. Hann er nú að taka upp tékkneska stórmynd í Prag. „Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira