Ísland á barmi gjaldþrots? 8. október 2008 09:41 Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag. Fréttin er frá fréttastofunni Associated Press. Þar er farið í stuttu máli yfir fjármálalífið á Íslandi og fjármálageirann, sem hafi vaxið langt út fyrir hagkerfið. Hrun hér gæti haft alvarleg keðjuverkandi áhrif víða í Evrópu enda hafi bankarnir og íslensk fyrirtæki og einstaklingar fjárfest víða í álfunni, allt frá verslunum til knattspyrnufélaga. Eftir gríðarlegan vöxt síðustu ár horfi landsmenn nú á umhverfi sitt falla saman innanfrá og geti ekkert gert til að stöðva það. Eigi margir í erfiðleikum með að taka peninga út af reikningum sínum, svo sem hjá Landsbankanum. Þá eru ónefndir þúsundir Breta sem hafi lagt sparifé sitt inn á Icesave-reikning bankans í Bretlandi. Miklar líkur eru nú á að með þjóðnýtingu Landsbankans sjái sparifjáreigendurnir peningana aldrei aftur. Sérstaklega er tekið fram að hagkerfið hafi fallið hratt saman eftir þjóðnýtinguna á Glitni í síðustu viku. Neyðarlög hafi nú verið sett, sem geri ríkinu kleift að taka yfir fleiri banka sem hafi ratað í öngstræti. Hins vegar er haft eftir Richard Portes, prófessor við London Business School í Bretlandi, að bankarnir hafi verið vel fjármagnaðir og ekki lumað á neinum af þeim eiturbréfum sem hafi komið fjármálafyrirtækjum víða um heim á kné. „Ég held það sé rangt að halda því fram að bankarnir hafi verið kærulausir. Þvert á móti. Þeir voru mjög óheppnir,“ segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira