Á aðventu Jónína Michaelsdóttir skrifar 9. desember 2008 06:00 Það glaðnar til í skammdeginu þegar aðventan gengur í garð. Hugvitsamlegar ljósaskreytingar sjást hvarvetna, bæði í úthverfum og miðbænum og jólalögin hljómahvar sem maður kemur. Jólabækurnar vekja áhuga og eftirvæntingu og yfirleitt uppselt á tónleika kóra og einsöngvara. Um leið og þetta er tími amstur og anna, er þetta tími tilhlökkunar, gleði og vinafunda. En einkum og sér í lagi er þetta, og á að vera, gæðatími barna og fjölskyldulífs. Ekki fer hjá því að leiftur frá liðnum tíma fari öðru hvoru um hugann á aðventunni og minni mann á hver maður er og hvers vegna. Eitt af því sem ævinlega vitjar mín er gjöf sem ég fékk frá skólanum mínum þegar ég var sex eða sjö ára. Þetta var nett ílangt hefti með öllum helstu jólasálmunum, fest saman með fínu rauðu bandi. Kápan beggja vegna var íslenski fáninn. Skilaboðin voru ekki flókin: þjóðernið og kristin trú. Og maður fékk á tilfinninguna að hvort tveggja væru forréttindi, sem ekki ætti að skoða sem sjálfsagðan hlut. Við áttum heima á Bergþórugötu á þessum tíma og ég man eftir að vera að ganga niður Eiríksgötuna að morgni til á aðventunni, en Ísaksskóli var þá til húsa við enda götunnar. Ég var með heftið mitt í skólatöskunni og mikið að hugsa um íslenska fánann sem minnti mann á hvað það væri merkilegt að vera Íslendingur. Hafði ekki séð hann í þessu samhengi fyrr, sem forsíðu og baksíðu á sönghefti. Þetta hlyti að vera einstakt sönghefti! Eftirminnilegur kennariKennarinn minn í Ísaksskóla var Helga Magnúsdóttir. Á vissan hátt má segja að hún hafi verið Herdís Egilsdóttir minnar kynslóðar. Hún var ákveðin og fumlaus, með hlátur í röddinni, glampa í augum og hafði fallega söngrödd. Hún var frábær kennari sem glæddi í raun með nemendum sínum löngun til að vita meira í dag en í gær. Ekki af að það væri skylda, heldur af því það væri svo ótrúlega gaman.Magnús faðir Helgu var prestur í Ólafsvík og sjálf var hún virk í kristilegu starfi. Það uppgötvaði ég þegar ég fór vikutíma í Vindáshlíð í fyrsta skipti og í ljós kom að stjórnandi staðarins var kennari minn góði úr Ísaksskóla. Í þeim skóla lærði maður mikið af ættjarðarlögum með því að syngja þau. Ævinlega öll erindin. Þar var líka rætt um innihald þeirra, landið og þjóðina. En Helga kenndi manni líka sálma. Ekki aðeins hefðbundna barnasálma, heldur þekkta sálma eins og „Á hendur fel þú honum" og „Hærra minn guð til þín" og marga fleiri. Á þessum árum var algengt útvarpað væri frá jarðarförum, bæði á morgnana og klukkan tvö eftir hádegi. Þar voru gjarnan fluttir sálmarnir sem ég kunni og þótti skemmtilegt að syngja. Ég hlustaði því af sama áhuga á jarðarfarir og óskalög sjómanna og óskalög sjúklinga, sem vinsælir voru á þessum tíma, og söng með af hjartans lyst. Aðrir á heimilinu höfðu ekki sama áhuga og ég á þessu útvarpsefni. Sat ég jafnan ein í stofunni yfir því, og leiddist ekki.Víða erlendis, til dæmis í Danmörku, syngja kirkjugestir fullum hálsi með kórnum, bæði við jarðarfarir og í hefðbundinni guðsþjónustu. Ég held að það væri heilsubót, ekki síst í núverandi aðstæðum, að við tækjum upp þennan sið. Tækjum undir í söng og spöruðum okkur ekki, hvorki í kirkjum né annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Það glaðnar til í skammdeginu þegar aðventan gengur í garð. Hugvitsamlegar ljósaskreytingar sjást hvarvetna, bæði í úthverfum og miðbænum og jólalögin hljómahvar sem maður kemur. Jólabækurnar vekja áhuga og eftirvæntingu og yfirleitt uppselt á tónleika kóra og einsöngvara. Um leið og þetta er tími amstur og anna, er þetta tími tilhlökkunar, gleði og vinafunda. En einkum og sér í lagi er þetta, og á að vera, gæðatími barna og fjölskyldulífs. Ekki fer hjá því að leiftur frá liðnum tíma fari öðru hvoru um hugann á aðventunni og minni mann á hver maður er og hvers vegna. Eitt af því sem ævinlega vitjar mín er gjöf sem ég fékk frá skólanum mínum þegar ég var sex eða sjö ára. Þetta var nett ílangt hefti með öllum helstu jólasálmunum, fest saman með fínu rauðu bandi. Kápan beggja vegna var íslenski fáninn. Skilaboðin voru ekki flókin: þjóðernið og kristin trú. Og maður fékk á tilfinninguna að hvort tveggja væru forréttindi, sem ekki ætti að skoða sem sjálfsagðan hlut. Við áttum heima á Bergþórugötu á þessum tíma og ég man eftir að vera að ganga niður Eiríksgötuna að morgni til á aðventunni, en Ísaksskóli var þá til húsa við enda götunnar. Ég var með heftið mitt í skólatöskunni og mikið að hugsa um íslenska fánann sem minnti mann á hvað það væri merkilegt að vera Íslendingur. Hafði ekki séð hann í þessu samhengi fyrr, sem forsíðu og baksíðu á sönghefti. Þetta hlyti að vera einstakt sönghefti! Eftirminnilegur kennariKennarinn minn í Ísaksskóla var Helga Magnúsdóttir. Á vissan hátt má segja að hún hafi verið Herdís Egilsdóttir minnar kynslóðar. Hún var ákveðin og fumlaus, með hlátur í röddinni, glampa í augum og hafði fallega söngrödd. Hún var frábær kennari sem glæddi í raun með nemendum sínum löngun til að vita meira í dag en í gær. Ekki af að það væri skylda, heldur af því það væri svo ótrúlega gaman.Magnús faðir Helgu var prestur í Ólafsvík og sjálf var hún virk í kristilegu starfi. Það uppgötvaði ég þegar ég fór vikutíma í Vindáshlíð í fyrsta skipti og í ljós kom að stjórnandi staðarins var kennari minn góði úr Ísaksskóla. Í þeim skóla lærði maður mikið af ættjarðarlögum með því að syngja þau. Ævinlega öll erindin. Þar var líka rætt um innihald þeirra, landið og þjóðina. En Helga kenndi manni líka sálma. Ekki aðeins hefðbundna barnasálma, heldur þekkta sálma eins og „Á hendur fel þú honum" og „Hærra minn guð til þín" og marga fleiri. Á þessum árum var algengt útvarpað væri frá jarðarförum, bæði á morgnana og klukkan tvö eftir hádegi. Þar voru gjarnan fluttir sálmarnir sem ég kunni og þótti skemmtilegt að syngja. Ég hlustaði því af sama áhuga á jarðarfarir og óskalög sjómanna og óskalög sjúklinga, sem vinsælir voru á þessum tíma, og söng með af hjartans lyst. Aðrir á heimilinu höfðu ekki sama áhuga og ég á þessu útvarpsefni. Sat ég jafnan ein í stofunni yfir því, og leiddist ekki.Víða erlendis, til dæmis í Danmörku, syngja kirkjugestir fullum hálsi með kórnum, bæði við jarðarfarir og í hefðbundinni guðsþjónustu. Ég held að það væri heilsubót, ekki síst í núverandi aðstæðum, að við tækjum upp þennan sið. Tækjum undir í söng og spöruðum okkur ekki, hvorki í kirkjum né annars staðar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun