Viðskipti innlent

Landsbankinn toppaði daginn í miklum viðskiptum

Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans.
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Landsbankanum rauk upp um 4,2 prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Viðskipti með bréf í bankanum voru langt umfram önnur félög, eða um 11,3 milljarðar króna. Á eftir fylgir færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 0,83 prósent og Exista, sem hækkaði um 0,22 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Spron um 17,4 prósent, Atorku um 6,5 prósent, Eik banka um 6,4 prósent og Century Aluminum um 5,99 prósent. Þá féll gengi bréfa í Icelandair um 3,43 prósent en Glitnis, Bakkavarar og Össurar um rúm tvö prósent. Bréf Færeyjabanka, Marel, Straums og Eimskipafélagsins lækkað um rúmt prósent en Alfesca og Kaupþings um tæpt prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23 prósent og endaði hún í 3.127 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×