Hamilton þarf að beita brögðum 25. október 2008 10:08 Lewis Hamilton gæti hampað meistaratitilinum um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. "Ef Massa reynir að keyra Hamilton úr keppni eins og hann gerði í Japan, þá þarf að að vera tilbúinn að svara fyrir sig. Hann má ekki láta Massa stela titlinum. Hamilton verður að keyra hjólin undan Massa, ef Brasilíumaðurinn vill eitthvað upp á dekk. "Hamilton var frábær í síðasta móti, en vonlaus í mótinu í Japan. Hamilton verður meistari ef hann ekur eins og í Kína. Hamilton hefur allt á móti sér þessa dagana. Pressuna og aðra ökumenn, en mér hefur fundist hann hart dæmdur af dómurum á mótsstað og hann líður fyrir það." "Þá þarf Hamilton að fá meiri stuðning frá Heikki Kovalainen. Kovalainen ræsir alltaf af stað á of þungum bíl. Hann þarf að komast í fremstu rásröðina í lokamótinu og hjálpa Hamilton að verjast Ferrari mönnum. Það myndi auka möguleika McLaren í mótinu", sagði Jordan. Lokamótið verður á heimavelli Massa, í Brasilíu um næstu helgi, á braut þar sem Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í fyrra. Hamilton nægir að ljúka keppni í fimmta sæti til að verða meistari. Það sama var á upp á teningnum í fyrra, en þá mistókst Hamilton hrapalega og Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins telur að Lewis Hamilton þurfi að vera tilbúinn að beita brögðum í lokamóti ársins ef þörf krefur. "Ef Massa reynir að keyra Hamilton úr keppni eins og hann gerði í Japan, þá þarf að að vera tilbúinn að svara fyrir sig. Hann má ekki láta Massa stela titlinum. Hamilton verður að keyra hjólin undan Massa, ef Brasilíumaðurinn vill eitthvað upp á dekk. "Hamilton var frábær í síðasta móti, en vonlaus í mótinu í Japan. Hamilton verður meistari ef hann ekur eins og í Kína. Hamilton hefur allt á móti sér þessa dagana. Pressuna og aðra ökumenn, en mér hefur fundist hann hart dæmdur af dómurum á mótsstað og hann líður fyrir það." "Þá þarf Hamilton að fá meiri stuðning frá Heikki Kovalainen. Kovalainen ræsir alltaf af stað á of þungum bíl. Hann þarf að komast í fremstu rásröðina í lokamótinu og hjálpa Hamilton að verjast Ferrari mönnum. Það myndi auka möguleika McLaren í mótinu", sagði Jordan. Lokamótið verður á heimavelli Massa, í Brasilíu um næstu helgi, á braut þar sem Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í fyrra. Hamilton nægir að ljúka keppni í fimmta sæti til að verða meistari. Það sama var á upp á teningnum í fyrra, en þá mistókst Hamilton hrapalega og Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira