Pastrana forfallast vegna meiðsla 12. desember 2008 18:20 Travis Pastrna er þekktur fyrir áhættuatriði á mótorhjólum. Hann átti að keppa á Wmbley á sunnudaginn en meiddist í vikunni. Mynd: Getty Images Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu. Pastrana féll af mótorhjóli sínu í hjólaferð með vini sínum. "Ég var að æfa mig á moto-kross braut, þegar ég féll við og feitur vinur minn hreinlega keyrði yfir mig. Ég sat bara í rykinu og meiddist á hné og mjöðm", sagði Pastrana. "Ég er því ekki hæfur í meistaramótið á Wembley og mun sakna þess sárt að keppa ekki. Það er svo góður andi meðal keppenda og mótið er frábær skemmtun og mikill stríðni á milli ökumanna", sagði Pastrana. 18 ökumenn keppa í meistaramóti ökumanna á sunnudaginn, m.a. fjöldi Formúlu 1 ökumanna og staðgengill Pastrana verður Tanner Foust, sem er amerískur meistari í "drift" kappakstri, sem er keppnisgrein sem er ættuð frá Japan. "Mér finnst frábært að Tanner er valinn í minn stað fyrir bandaríska liðið. Það eru fáir sem ráða eins við bíla og Tanner", sagði Pastrana. Mótið á Wembley er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 14.00 á sunnudaginn.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira