Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji.
Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni.
Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni.
Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt.
Rásröðin á morgun
1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen,
3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso,
5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica,
7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock,
9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais.