Tónlist

Sigur Rós til aðstoðar

Hljómsveitin Sigur Rós gerði vel þegar hún studdi við bakið á góðgerðarsjóðnum The Eye Fund.
fréttablaðið/gva
Hljómsveitin Sigur Rós gerði vel þegar hún studdi við bakið á góðgerðarsjóðnum The Eye Fund. fréttablaðið/gva
Hljómsveitin Sigur Rós hefur stutt við bakið á góðgerðasjóði sem nefnist The Eye Fund. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldu Bretans Simon Sherry sem lést úr augnsjúkdómi. David, bróðir Simons, starfar í tónlistarbransanum og fékk Sigur Rós sér til hjálpar en söngvarinn Jónsi er blindur á öðru auga. Hljómsveitin áritaði geisla- og mynddisk sem voru síðan boðnir upp á síðunni eBay fyrir 360 pund og rann ágóðinn til sjóðsins. „Að fá náunga eins og þá til að taka þátt í svona fjáröflun á vegum fjölskyldu er alveg frábært," sagði David Sherry. „Í núverandi efnahagsástandi býst maður ekki við að fólk seilist ofan í vasa sína."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×