Fimm íslenskar myndir 3. október 2008 06:30 Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri situr fyrir svörum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í kvöld. Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fimm íslenskar myndir verða Íslandsfrumsýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í dag og í kvöld. Fyrsta má nefna heimildarmyndina Dieter Roth Puzzle í leikstjórn Hilmars Oddssonar sem frumsýnd verður í Regnboganum kl. 20.30. Í kjölfar kvikmyndasýningarinnar mun leikstjórinn sitja fyrir svörum. Við gerð myndarinnar lagði Hilmar land undir fót og ferðaðist til fjölda landa til að safna bútum og brotum sem tengjast Roth. Efniviður myndarinnar er að mestu minningar fjölskyldu, vina og starfsbræðra sem og mat sérfróðra. Þá verða fjórar íslenskættaðar stuttmyndir sýndar saman kl. 17 í Regnboganum. Þær eru Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar sem farið hefur sigurför um heiminn, Naglinn eftir Benedikt Erlingsson, Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson og breska myndin Aðskotadýr sem Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við. Leikstjórar þriggja fyrstu myndanna, Rúnar, Benedikt og Valdimar, verða á sýningunni og svara spurningum áhorfenda að henni lokinni. Rúnar Rúnarsson er einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, og Smáfuglar hafa flogið á flestar helstu kvikmyndahátíðir ársins til þessa. Hann er nú að klára kvikmyndanám í Danmörku og vinnur að handriti að sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Benedikt Erlingsson hefur undanfarið sýnt einleikinn Mr. Skallagrímsson fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þreytti frumraun sína sem kvikmyndaleikstjóri með stuttmyndinni „Takk fyrir hjálpið" en er annars öllu þekktari fyrir leikstjórn og leik á sviði. Valdimar Jóhannsson hefur unnið við kvikmyndagerð frá árinu 1999. Fyrsta stuttmynd hans, Pjakkur, kom út árið 2003 og hefur verið sýnd í meira en fimmtíu löndum. - vþ
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira