Afþreying á vinnustað 21. maí 2008 00:01 Fjör hjá CCP Starfsmenn koma saman í vinnutíma og skemmta sér í leikherberginu. fréttablaðið/GVA Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu. Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu.
Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira