Lewis Hamilton: Frábært að vera framar Ferrari 11. október 2008 10:14 Lewis Hamilton brosmildur eftir að hafa náð besta tíma í Japan í nótt. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur í tímatökunni á Fuji brautinni í nótt. Hann kveðst hafa hugann við baráttuna um meistaratitilinn en segir að dýrmæt stig séu mikilvægari en sigur. Það er breytt afstaða frá fyrra ári. Þá klúðraði hann titlinum í síðustu mótunum. "Tímatakan gekk vel að þessu sinni. Kim Raikkönen var í góðri stöðu en ég náði að slá honum við í síðasta hring mínum. Ég tapaði smávegis tíma í síðustu beygjunni, en það kom ekki að sök. Það er frábært að ræsa af stað fyrir framan báða Ferrari bílanna", sagði Hamilton. Felipe Massa er næstur Hamilton i stigamótinu, en Hamilton er með sjö stiga forskot. Massa náði fimmta besta tíma og sú staða hentar Hamilton vel, en hann ræsir þó af stað við hlið Raikkönen, liðsfélaga Massa. Líklegt er að Raikkönen muni press stíft á Hamilton frá upphafi mótsins og ræsingin verður spennandi, þar sem beinn kafli brautarinnar er mjög langur og liggur að krappri beygju. "Ég plana ekkert fram í tímann og tek eitt mót í einu. Við verðum að nýta þann slagkraft sem við höfum. Ég verð að gæta þess að halda bílnum inn á brautinni og stefni á að ljúka þessu í efsta sæti. En stigin er samt mikilvægari en sigur, eins og staðan er í stigamótinu", sagði Hamilton. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum. Auk Hamilton og Massa þeir Robert Kubica, Kimi Raikkönen og Nick Heidfeld. Líkur Heidfeld eru þó þverrandi því hann er sautjándi á ráslínu. Sjá ummæli fleiri ökumanna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur í tímatökunni á Fuji brautinni í nótt. Hann kveðst hafa hugann við baráttuna um meistaratitilinn en segir að dýrmæt stig séu mikilvægari en sigur. Það er breytt afstaða frá fyrra ári. Þá klúðraði hann titlinum í síðustu mótunum. "Tímatakan gekk vel að þessu sinni. Kim Raikkönen var í góðri stöðu en ég náði að slá honum við í síðasta hring mínum. Ég tapaði smávegis tíma í síðustu beygjunni, en það kom ekki að sök. Það er frábært að ræsa af stað fyrir framan báða Ferrari bílanna", sagði Hamilton. Felipe Massa er næstur Hamilton i stigamótinu, en Hamilton er með sjö stiga forskot. Massa náði fimmta besta tíma og sú staða hentar Hamilton vel, en hann ræsir þó af stað við hlið Raikkönen, liðsfélaga Massa. Líklegt er að Raikkönen muni press stíft á Hamilton frá upphafi mótsins og ræsingin verður spennandi, þar sem beinn kafli brautarinnar er mjög langur og liggur að krappri beygju. "Ég plana ekkert fram í tímann og tek eitt mót í einu. Við verðum að nýta þann slagkraft sem við höfum. Ég verð að gæta þess að halda bílnum inn á brautinni og stefni á að ljúka þessu í efsta sæti. En stigin er samt mikilvægari en sigur, eins og staðan er í stigamótinu", sagði Hamilton. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum. Auk Hamilton og Massa þeir Robert Kubica, Kimi Raikkönen og Nick Heidfeld. Líkur Heidfeld eru þó þverrandi því hann er sautjándi á ráslínu. Sjá ummæli fleiri ökumanna
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira