Þjóðverjar veita hjálparhönd 14. nóvember 2008 09:00 Baldvin Esra Einarsson segir að uppátæki þýsks kollega síns hafi komið skemmtilega á óvart. Mynd/Heiða.is Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira