Montoya: Hamilton gæti sín á Massa 29. október 2008 14:44 Juan Pablo Montoya ók með McLaren og telur að Massa vinni á heimavelli. en Hamilton verði meistari. mynd: Getty Images Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira