Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtækin lækka á markaðnum

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 3,17 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Það hefur nú fallið um ellefu prósent síðan á þriðjudag þegar það stóð í 9,26 krónum á hlut. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um rúm þrjátíu prósent síðastliðnar fjórar vikur.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Glitni lækkað um 0,65 prósent, í Straumir um 0,52 prósent og í Kaupþingi um 0,14 prósent.

Hins vegar hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkað um 0,56 prósent á sama tíma. Það er eina félagið sem hefur hækkað í dag.

Hreyfingar hafa ekki verið á gengi annarra fyrirtækja það sem af er dags.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,31 prósent og stendur hún í 4.264 stigum.

Lækkunin nú er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×