Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, stökk upp um 19,85 prósent í Kauphöllinni á miklum uppsveifludegi í dag. Á eftir fylgdu bréf Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 9,65 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 8 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,66 prósent og Össur, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,17 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,76 prósent.
Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 2,82 prósent og Færeyjabanka um 0,79 prósent.
Viðskipti voru 102 talsins upp á 331,5 milljónir króna.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,24 prósent og endaði í 660 stigum.