Kvikmyndin Quantum of Solace hefur slegið met í miðasölunni vestanhafs og er orðin sú Bond-mynd sem hefur náð í mestar tekjur allra eftir frumsýningarhelgi sína.
Myndin þénaði 70 milljónir dollara, sem er þrjátíu milljónum meira en sú síðasta, Casino Royale, náði. Vinsælasta Bond-myndin fram að þessu hafði verið Die Another Die frá árinu 2002 sem þénaði 47 millljónir dollara. Hér á landi hafa 43 þúsund manns séð Quantum of Solace og stefnir hún hraðbyri í að verða vinsælasta Bond-mynd allra tíma á Íslandi.
Í öðru sæti á aðsóknarlistanum vestanhafs var teiknimyndin Madagascar: Escape 2 Africa og í því þriðja var gamanmyndin Role Models.