Smáfuglar hljóta verðlaun í Melbourne 8. ágúst 2008 16:31 Smáfuglar, nýjasta stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut á dögunum verðlaun sem besta leikna stuttmyndin á MIFF kvikmyndahátíðinni í Melbourne í Ástralíu. MIFF er stærsta kvikmyndahátíð Ástralíu og er áætlað að ríflega 180.000 miðar séu seldir á sýningar hátíðarinnar ár hvert. MIFF er ein af elstu kvikmyndahátíðum í heimi og heldur upp á 57 ára afmæli sitt á þessu ári. Myndin hefur notið mikillar hylli og var meðal annars tilnefnd til gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Leikstjórinn ætti að vera orðinn alvanur góður móttökum, en fyrri stuttmynd hans, Síðasti bærinn í dalnum, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006. Smáfuglar halda áfram ferð sinni um heiminn og verður á næstunni meðal annars sýnd í Svíþjóð, Suður Frakklandi, Sarajevo og Bandaríkjunum. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Smáfuglar, nýjasta stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut á dögunum verðlaun sem besta leikna stuttmyndin á MIFF kvikmyndahátíðinni í Melbourne í Ástralíu. MIFF er stærsta kvikmyndahátíð Ástralíu og er áætlað að ríflega 180.000 miðar séu seldir á sýningar hátíðarinnar ár hvert. MIFF er ein af elstu kvikmyndahátíðum í heimi og heldur upp á 57 ára afmæli sitt á þessu ári. Myndin hefur notið mikillar hylli og var meðal annars tilnefnd til gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Leikstjórinn ætti að vera orðinn alvanur góður móttökum, en fyrri stuttmynd hans, Síðasti bærinn í dalnum, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006. Smáfuglar halda áfram ferð sinni um heiminn og verður á næstunni meðal annars sýnd í Svíþjóð, Suður Frakklandi, Sarajevo og Bandaríkjunum.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira