Bíó og sjónvarp

Umhverfismál í brennidepli á RIFF

In Search of a Legend er meðal umhverfismeðvitaðra mynda á RIFF í ár.
In Search of a Legend er meðal umhverfismeðvitaðra mynda á RIFF í ár.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, eða RIFF bætir sífellt við sig. Nú síðast var nýjum heimildamyndaflokki bætt við, sem ber heitið nýr.heimur. Þar verða umhverfismál í brennidepli, en sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd auk tengsla kvikmynda og tónlistar á hátíðinni. Þá verða sýndar örmyndir tengdar umhverfismálum á undan öllum sýningum hátíðarinnar.

Í tenglsum við flokkinn verður haldið málþing um ástand umhverfismála og reynt að hafa hátíðina sjálfa sem minnst skaðlega umhverfinu.

Meðal mynda sem sýndar verða undir merkjum nýs.heims eru Flow – For the Love of Water, bandarísk kvikmynd um vatn og mismunandi vatnsvandamál í mismunandi heimshlutum, Whispering of the Trees, sem leiðir áhorfandann inn í heim indíjána í Chile sem kenna sig við furuhnetutréð, In Search of a Legend, sem fjallar um för sex manns á Norðurskautið og Up the Yangtze, verðlaunamynd sem sýnir kínverska drauminn í gegnum Yu Shui, unga stelpu sem fer að heiman til að sjá fyrir fjölskyldu sinni með því að sigla upp Yangtze ána í Kína. -kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×