Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina.
Ferrari-menn virtust ætla að fara með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni en þeir Felipe Massa og Kimi Raikkönen hjá Ferrari voru fremstir á ráslínu.
Útlitið var á hinn bóginn ekki gott hjá Hamilton, sem lenti í óhappi snemma í keppninni, ók á og sprengdi dekk, og varð því að fara í þjónustuhlé snemma. Það varð honum til happs í kappakstri sem breytilegt veðurfar gerði ökumönnum erfitt fyrir.
Robert Kubica hjá BMW sló Massa við og náði öðru sætinu, en Þjóðverjinn Adrian Sutil þurfti að horfa á eftir fjórða sætinu eftir að Kimi Raikkönen ók á hann í blálokin á kappakstrinum. Raikkönen náði að skila sér inn í 9. sætið.
Efstu menn í dag:
1. Lewis Hamilton, England, McLaren Mercedes, 76 hringir 2:00:42.742
2. Robert Kubica, Póllandi, BMW Sauber F1 +3.0
3. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari +4.8
4. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull Racing-Renault +19.2
5. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Scuderia Toro Rosso-Ferrari +24.6
6. Rubens Barrichello, Brasilíu, Honda +28.4
7. Kazuki Nakajima, Japan, Williams-Toyota +30.1
8. Heikki Kovalainen, Finnlandi, McLaren Mercedes +33.1
9. Kimi Raikkonen, Finnlandi, Ferrari +33.7
10. Fernando Alonso, Spáni, Renault +1 hringur