Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um 298 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.
Eigið fé Eyris nam rúmum 18,2 milljörðum króna í lok tímabilisins og var eiginfjárhlutfall 31,3 prósent. Heildareignir námu 58,3 milljörðum króna. Þá segir í uppgjörinu að lausafjárstaða félagsins sé sterk. Væri lausa fé notað til endurgreiðslu skulda myndi eiginfjárhlutfallið fara í 40 prósent.
Eyrir Invest er kjölfestufjárfestir í Marel, stoðtækjafyrirtækinu Össuri og hollensku iðnsamsteypunni Stork.