Valur vann HK með einu marki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 19:18 Úr leik hjá Val fyrr á tímabilinu. Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Olís-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti)
Olís-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira