Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. október 2008 18:38 Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytis. Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira