O'Neill: Barry vildi spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:36 Martin O'Neill á Laugardalsvelli í kvöld. Mynd/Pjetur Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52
Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28
Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19