El Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Barcelona hafi náð samningu við Alexander Hleb, leikmann Arsenal, um kaup og kjör.
Hleb og Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, munu hafa fundað í Kaiserslautern í Þýskalandi í gær. Hleb er þó eftirsóttur af mörgum öðrum félögum, til að mynda Inter á Ítalíu og Real Madrid.
Talið er að Arsenal muni fara fram á 15-20 milljónir evra fyrir Hleb.
Sjálfur hefur þó Hleb sagt að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi og hefur það ýtt undir sögusagnir þess efnis að hann muni söðla um til annars liðs í ensku úrvalsdeildinni, þó það þyki vissulega ólíklegt.