Erlent

Það er kviknað aðvörunarljós en ég veit ekki hvað það þýðir

Óli Tynes skrifar
Stél vélarinnar sem fórst.
Stél vélarinnar sem fórst.

Meðal þeirra sem lifðu af flugslysið í Madrid var Ligia Palomino, fjörutíu og eins árs kona frá Madrid. Hún hefur í spænskum fjölmiðlum lýst síðustu augnablikunum áður en vélin skall í jörðina.

Hún segir meðal annars að Antonio Garcia Luma, flugstjóri hafi komið í hátalarakerfið og sagt; „Það er kviknað aðvörunarljós, en ég veit ekki hvað það þýðir."

Nokkrum mínútum síðar skall þotan í jörðina. Ligia Palomino segir að flugvélin hafi kastast til og frá meðan hún var í flugtaksbruninu.

Hún muni eftir að hafa séð fólk og heyrt sprengingu en síðan misst meðvitund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×