Kovalainen fagnar 27 ára afmæli á ráslínunni 19. október 2008 04:30 Heikki Kovalainen frá Finnlandi er 27 ára i dag og keppir í Formúlu 1 í Sjanghæ á afmælisdaginn. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira