Spánverjinn Carlos Sastre heldur forystunni í Frakklandshjólreiðunum en á morgun verður lykiláfangi í keppninni. Sastre tók litla áhættu á nítjándu dagleiðinni í dag.
Frakkinn Sylvain Chavanel kom fyrstur í mark í dag en þá var hjólað að mestu á flatlendi.
Síðasta dagleiðin í keppninni verður á sunnudag og þá verður sigurvegari krýndur.
Sastre er með 1,24 mínútna forskot á Frank Schleck frá Lúxemborg í heildarstigakeppninni.