Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag fjórða sigur sinn í röð á opna franska meistaramótinu í tennis þegar hann lagði Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik 6-1, 6-3 og 6-0.
Nadal hefur verið ósigrandi á leir-völlunum undanfarin ár og með fjórða sigrinum í röð á Roland Garos jafnaði hann met sænska snillingsins Björn Borg sem vann mótið árin 1978-81.